orkureiturinn

Orkureiturinn

Söluvefur

Góður fasteignasöluvefur þarf að vera aðgengilegur, auðveldur í notkun og veita greinargóðar upplýsingar samhliða vandaðri myndrænni framsetningu. Hann er í senn falleg gluggaútstilling og praktíst tól. Notandinn þarf að geta séð strax hvað er í boði og allar helstu upplýsingar um stærðir, fermetrafjölda, verð og frágang. Þetta var leiðarljósið í viðmótshönnun fyrir Orkureitinn, fyrst A hús og nú annan áfanga, D hús, sem er komið í sölu. Á Orkureiturinn.is er mikið magn upplýsinga um verkefnið og frágang íbúða, allt niður í smáatriði eins og blöndunartæki á baði o.fl – og kaupandinn getur auðveldlega fundið stillingar til að sía út sína óskaíbúð.

Vef- og viðmótshönnun fyrir Orkureitinn er eitt af viðamestu vefverkefnum sem við höfum komið að, en það frá upphafi unnið í góðu samstarfi við framkvæmdaraðilann Safír byggingar, arkitektana hjá Nordic og innanhússarkitektinn Rut Kára.