Colas

¡Hola!

Í byrjun júní hleypti malbikunarfyrirtækið Colas Ísland af stokkunum nýrri herferð en markmið hennar er að vekja fólk, þá aðallega stjórnvöld, til meðvitundar um hversu bágborið ástand vegakerfisins er. Til liðs við verkefnið gekk sérlegur áhugamaður um holur, hinn glaðbeitti Nicolas sem hóf ferðalag sitt á Instagram (hola_nicolas_) og færði sig svo jafnt og þétt yfir á alla mögulega aðra samfélags- og umhverfismiðla.

Nicolas notaði orðaleik, spænska orðið ¡Hola!, til að koma skilaboðunum áleiðis á einfaldan en áhrifaríkan hátt. Hann vakti athygli fjölmiðla og fór í viðtöl á tveimur útvarpsstöðvum með framkvæmdastjóra Colas til að ræða viðhald vega hérlendis.

¡Hola! herferð Colas er gott dæmi um samvinnu á öllum sviðum, þvert á miðla, ásamt skýrri samskiptastefnu