Sjóvá

Ánægja er …

Í nýrri herferð sem hleypt var af stað í auglýsingatíma fyrir áramótaskaupið horfir Sjóvá til alls sem veitir fólki ánægju. Með það að markmiði var sendur út póstur á viðskiptavini þar sem óskað var eftir þátttakendum. Slík voru viðbrögðin að öll pósthólf fylltust af fallegum sögum og þannig eru allir sem fram koma í auglýsingunum raunverulegir viðskiptavinir Sjóvá.

Reynir Lyngdal leikstýrði og Republik framleiddi en Baldur Kristjáns tók ljósmyndir. Þá uppfærði Kristinn Gunnar Blöndal sitt eigið stef og Þuríður Blær Jóhannsdóttir hér kynnt til leiks sem ný rödd Sjóvá.

Ánægja er … að gera auglýsingar með góðu fólki.