cruiser graen

Toyota

Ísland er land þitt

Árið endaði með hvelli þegar við frumsýndum nýja auglýsingu Toyota rétt fyrir áramótaskaupið. Söguhetjurnar eru þrjár, Egill Ólafsson, Ólafur Darri Ólafsson og nýr Land Cruiser 250 en þó má segja að aðalsöguhetjan sé Ísland og sagan okkar er óður til þess.

Það voru Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafssonsem leikstýrðu og um framleiðslu sá Skot Productions, sama teymi og gerði með okkur auglýsinguna Takk Egill sem frumsýnd var fyrir skaupið 2022.

Við gerðum einnig stutta heimildarmynd um gerð auglýsingarinnar sem finna má hér fyrir neðan.

Það var svo að sjálfsögðu Magnús Þór Sigmundsson sem samdi þetta dýrmæta lag við kvæði eftir Margréti Jónsdóttur.