Leitarvélabestun
Heildstæð og fagleg leitarvélabestun (SEO stendur fyrir Search Engine Optimization) er langtíma fjárfesting sem við mælum með fyrir okkar viðskiptavini og á þessum síðustu og verstu tímum hefur leitarvélabestun orðið enn mikilvægari en áður.
Sérfræðingar okkar í leitarvélabestun og leitarvélamarkaðssetningu búa yfir meira en 20 ára reynslu. Við höfum starfað með fyrirtækjum í öllum geirum viðskiptalífsins, allt frá bílaleigum og ferðaþjónustufyrirtækjum til alþjóðlegra vörumerkja á lista Fortune 500. Sýnileiki á leitarvélum – og þá sérstaklega lífrænar leitarniðurstöður – eru veigamikill þáttur í staðfærslu vörumerkjanna í heimsálfunum beggja vegna Atlantshafsins.
Við viljum meina að allir geti haft gagn af leitarvélabestun, bestun snýst um að leitast sífellt við að gera betur. Leitarvélabestun er ekki ein stærð sem hentar öllum. Starfsfólk Ceedr mun vinna með þér að mótun stafrænnar stefnu sem tekur mið af kjarnastarfsemi fyrirtækisins og þess geira sem þið starfið í.
Markmiðin geta verið aukinn sýnileiki á leitarorðum innan atvinnugreinarinnar, auknar fyrirspurnir um vörur og þjónustu fyrirtækisins, aukin sala eða uppbygging ímyndar og bætt ásýnd vörumerkisins. Hvort sem það er leitarvélabestun fyrir vefverslun, auknar fyrirspurnir, leitarvélabestun fyrir fyrirtækjamarkað eða fyrir ákveðinn heimamarkað, þá hjálpum við þér að finna stærðina sem hentar þér. Þegar kemur að leitarvélabestun þá bjóðum við eftirfarandi þjónustu:
Réttu leitarorðin og stafræn stefna
Starfsfólk Ceedr mótar með þér stefnu um leitarorðin sem þú vilt að fyrirtæki þitt, vörur og þjónusta finnist undir. Við gerum úttekt á þeim leitarorðum sem vefurinn þinn finnst undir nú þegar, gerum samkeppnisgreiningu á því hvernig vefurinn þinn stendur samanborið við samkeppnisaðila og gerum rannsóknir á leitarorðum sem geta leitt til betri árangurs fyrir þig. Það að skilgreina réttu leitarorðin og hafa þau að leiðarljósi í stafrænni stefnu vörumerkisins er undirstaða margra annarra þátta sem gera lífrænar leitarniðurstöður eftirsóknarverðar.
Innri leitarvélabestun
Með innri leitarvélabestun er átt við að gera hverja vefsíðu þannig úr garði að efni hennarallt efni hennar sé þannig uppsett og úr garði gert að það nái sem bestum árangri á leitarvélum.
Starfsfólk okkar býr yfir sköpunarmætti og reynslu sem tryggir að það vefefni sem við útbúum fyrir vefinn þinn sé innihaldsríkt og viðeigandi fyrir þinn markhóp. Við skrifum efnið þannig að fyrirsagnir og millifyrirsagnir séu með réttu HTML-i.
Ekki má gleyma tæknilegum atriðum eins og hraða við leitarvélabestunina, eins og t.d. hraða, tímann sem það tekur vefsíðuna að hlaðast niður á það tæki sem notað er til að skoða hana.
Ytri leitarvélabestun
Leitarvélabestun er einnig mikilvægt að leggja alúð við utan vefsins. Fyrir vörumerkið og ásýnd þess skiptir ytri leitarvélabestun ekki síður miklu máli en innri. Við hjá PiparCEEDR förum með þér í gegnum það hvar þú átt að vera sýnilegur og með hvaða hætti. Þetta eru ýmsir aðrir vefir sem sýna upplýsingar um þig eða þitt fyrirtæki s.s. Google My Business og LinkedIn svo dæmi séu tekin. Leitarvélamarkaðssetning er svo kapítuli útaf fyrir sig.
Tenglanetið
Við erum í viðskiptum við þá sem við treystum og þekkjum og það gilda nákvæmlega sömu lögmál um tengla á veraldarvefnum. Við styrkjum vefefni okkar með því að hafa tengla yfir á aðila sem við þekkjum og treystum og það sama viljum við að gildi um okkar vef, að tenglar inn á hann séu frá áreiðanlegum vefjum. Ef þú leggur jafn mikla alúð í tenglanetið fyrir vefinn þinn og í tengslanetið fyrir sjálfa/n þig, þá skilar það sér í betri niðurstöðum á leitarvélum.