skastrik 01
01/04/2022

Atvinna

Grafískur hönnuður

Við óskum eftir að ráða flinkan, grafískan hönnuð með ástríðu fyrir því að skila fallegu handverki í alla miðla, stafræna sem aðra. Nýi, grafíski hönnuðurinn þarf að hafa metnað og vilja til að blómstra í starfi á skemmtilegum vinnustað, taka þátt í hugmyndavinnu í góðum hópi skapandi fólks og leysa í kjölfarið ýmis spennandi og fjölbreytt verkefni.

Starfssvið
Grafísk hönnun í sinni víðustu mynd.

Hæfniskröfur
Menntun á sviði grafískrar hönnunar.
Hönnunarreynsla er afskaplega vel þegin.
Þekking og geta til að nota öll helstu teikniforrit sem heyra til grafískrar hönnunar og gjarna einnig vefhönnunar.
Vilji og geta til að afla þekkingar þegar á þekkingu vantar.

Viðskiptastjóri

Við leitum að fjölhæfum og kraftmiklum einstaklingi í starf viðskiptastjóra, með sérstaka áherslu á stafræna markaðssetningu. Viðkomandi mun starfa við fjölbreytt verkefni í teymi með sérfræðingum á öllum sviðum markaðssetningar.

Starfssvið
Samskipti við viðskiptavini og utanumhald viðskiptasambanda.
Markaðsráðgjöf, áætlanagerð, uppgjör verkefna og umsýsla.
Verkefnastjórnun og vinna með teymi.

Hæfniskröfur
Þekking og reynsla af markaðs- og auglýsingamálum, auglýsingagerð og uppbyggingu markaðsherferða.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg ásamt ríkum vilja til að tileinka sér nýjungar á sviði markaðssetningar.
Þekking á stafrænni markaðssetningu, samspili og virkni ólíkra miðla.
Góð enskukunnátta og hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsóknir fyrir bæði störfin ásamt ferilskrá sendist á umsoknir@pipar-tbwa.is fyrir miðnætti 10. apríl.