Sjóvá og Samgöngustofa taka höndum saman og snúast gegn hættulegri notkun farsíma og annarra snjalltækja undir stýri. Herferðin sýnir okkur fáránleika þess sem við gerum í raun og veru þegar við notum símann undir stýri og hvetur okkur til að stilla tækin á akstursstillingu á meðan við keyrum.
Á skjáhætta.is má finna myndbönd sem kenna okkur að setja símana á aksturstillingu, nytsamlegar upplýsingar, tölfræði og ýmislegt fleira.
Sveinn Speight tók myndirnar og Úlfur Eldjárn samdi tónlistina..