blossa
14/12/2024

Ferðalag sænska glöggsins Blossa

Í yfir 150 ár hefur jólaglöggið Blossa verið framleitt í Stokkhólmi – og í seinni tíð hefur útlit flöskunnar verið sérhannað á hverju ári. SDG\TBWA, hönnunarstofa okkar í Osló, hannaði árgangs-útlit Blossa þetta árið, tvær flöskur, með og án alkóhóls. Muninn má sjá á meðfylgjandi mynd. Bragð og krydd Blossa ár hvert er sótt til ákveðins lands og borgar.

Í ár ferðast Blossa um stórbrotna náttúru Skotlands áður en komið er á lokaáfangastaðinn, Edinborg. Greina má keim af þangi og seltu, skosk áhrif í gegnum bragðið af norrænu glögg-hefðinni. Það er alltaf stuð í kringum Blossa.