interwell logo
14/11/2024

Fréttir af stofunni í Noregi

Árið 2023 keypti dótturfyrirtæki okkar í Noregi eina þekktustu hönnunarstofu Noregs, SDG eða Scandinavian Design Group. Í kjölfarið breyttist nafn TBWA-stofu okkar í Noregi í SDG\TBWA. SDG var stofnuð árið 1987 og á langa og glæsilega hönnunarsögu að baki í vörumerkjauppbyggingu og stefnumótun. Í síðasta mánuði kynnti SDG nýja ásýnd fyrir Interwell, alþjóðlegt hátæknifyrirtæki í borholuiðnaði. Nýja merkið staðfærir Interwell inn í framtíðina, tvinnar saman hreyfingu og stöðugleika, mýkt og skerpu í formum sem sótt eru í náttúruna.

SDG hefur opnað leið fyrir viðskiptavini okkar til að sækja í krafta teymis sem unnið hefur til fjölda alþjóðlegra verðlauna á sviði vörumerkjauppbyggingar og hönnunar.

Hér er hægt að skoða verkefnið fyrir Interwell nánar.