Í september fengum við jafnlaunavottun Jafnréttisstofu, fyrst auglýsinga- og markaðsfyrirtækja á Íslandi. Eins og margir vita þá þurfa fyrirtæki af okkar stærð að hafa hlotið jafnlaunavottun fyrir 31. desember 2021. Ferlið sem liggur að baki því að uppfylla alla staðla um þessa vottun er allnokkurt og lærdómsríkt og tekur sinn tíma en er að sama skapi bráðnauðsynlegt og gefandi. Við segjum bara til hamingju við, enda erum við harla ánægð með þennan áfanga.
PiparTBWA
Auglýsingastofa
Guðrúnartún 8
105 Reykjavík
Sími 510 9000
pipar@pipar-tbwa.is
Fylgdu okkur