Allt í kringum okkur eru breytingar í farvatninu. Ný ríkisstjórn er tekin við sem verður spennandi að sjá hvernig vegnar. Að sama skapi verður áhugavert að fylgjast með þróun mála eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að taka á móti margs konar breytingum, takast á við nýja tíma. Í markaðsmálum, jafnt sem öðru.
Þróunin í heimi auglýsinga- og markaðsmála er stöðug og hröð. Nærtækasta dæmið er miðlavalið sem tekur sífelldum stakkaskiptum. Ný tól og tæki koma fram á sjónarsviðið, þ.á m. gervigreindin sem er dýrmætt en vandmeðfarið verkfæri. Allt er þetta áskorun til að glíma við, það þarf að gera plan og nýta ráðgjöf sérfræðinga sem þekkja þessa miðla og virkni þeirra út og inn. Mikilvægasta DNA-ið í allri auglýsingastofuvinnu er samt nú sem fyrr sköpunarkrafturinn og hugmyndaauðgin.
Við hjá Pipar\TBWA höfum tekið öllum umskiptum opnum örmum og lagt okkur mjög vel eftir því hvernig hægt er að nýta þessa nýju miðla, tæki og tól.
Það gerum við m.a. með því að þétta raðir okkar með sérfræðingum sem hjálpa okkur við að fara réttu leiðirnar, leggjum okkur fram um að þróast með tækninni. Ef til vill má segja að hugtakið auglýsingafólk hafi víkkað út að undanförnu, því hópurinn okkar samanstendur af breiðfylkingu fólks sem er ómissandi í því ferli að ná til neytenda, ekki aðeins því að hanna og skapa auglýsingaefnið.
Dótturfyrirtæki okkar gegna hér mjög mikilvægu hlutverki og við vinnum öll þétt saman: Pipar\Media (
Stundum kemur upp í huga minn setning sem ég heyrði fyrir um 15 árum: „Hver vill vera &%$#/&?# auglýsingastofa?“ Við höfum fylgst með auglýsingastofum á hérlendum markaði breyta sinni skilgreiningu og vilja kalla sig til dæmis samskiptastofur, markaðssamskipti, hönnunarstofur o.s.frv. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það býsna margir samverkandi þættir sem verða að vera til staðar til að ná árangri. Þeir þættir verða allir að hverfast utan um góða hugmynd, auglýsingahugmynd, sem til viðbótar góðri strategíu, góðu plani og réttri framkvæmd bætast við og gera galdurinn. Við hjá Pipar\TBWA gerum okkar besta.
Gleðilegt ár!
Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri