gledilegt malbik
14/09/2024

Gleðilegt nýtt malbik

Sumarið er háannatími hjá malbikunarfyrirtækinu Colas. Þá eru vinnuflokkar fyrirtækisins að störfum víða um land, að leggja malbik og klæðningu og gera við vegina okkar. Það er vel, enda er fátt betra en að aka inn á nýtt malbik. Þeirri ánægjulegu akstursupplifun eru gerð skil í nýjum sjónvarpsauglýsingum sem við gerðum fyrir Colas. Þær voru framleiddar í góðu samstarfi við Republik og Snæfríði Sól Gunnarsdóttur leikstjóra, en Bernhard Kristinn ljósmyndaði.

Þá hafa birst umhverfisskilti nálægt framkvæmdasvæðum á höfuðborgarsvæðinu, bæði á meðan framkvæmdum stendur og svo fyrst eftir að þeim er lokið.