DAS 70 ara 1500x750 1
14/06/2024

Happdrætti DAS í 70 ár

Það eru 70 ár liðin frá því að Happdrætti DAS var stofnað í þeim tilgangi að fjármagna byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn. Af því tilefni var ákveðið að líta yfir farinn veg og úr varð sjónvarpsauglýsing þar sem rakin er saga DAS, fjölbreyttar fjáröflunarleiðir félagsins og tilkoma Happdrættisins. Auglýsingin samanstendur af gömlu myndefni frá Sjómannadagsráði, úrklippum úr blöðum, ljósmyndum og nýju myndefni sem tekið var á Hrafnistu í Hafnarfirði. Kjartan Holm gerði tónlistina.