hagkaup jol
09/01/2025

Hátíð allan hringinn

Fyrir jólin héldum við áfram með markaðsefnið: „Ánægja allan hringinn“ sem leit fyrst dagsins ljós síðasta sumar. Eins og alþjóð veit þarf ekki að fara lengra en í Hagkaup til að undirbúa og halda jólin fyrir fjölskylduna. Þar færðu fatnaðinn, gjafirnar, borðbúnaðinn, skrautið og allan góða hátíðarmatinn. Í myndefninu má greina eina vinsælustu matvöru Hagkaups mörg undanfarin jól, Hagkaups hamborgarhrygginn. Linsunni er beint að notalegum fjölskyldustundum, spilamennsku og ljúfri samveru frá ýmsum sjónarhornum – allan hringinn raunar.

Skjáskot annaðist framleiðslu og Atli Þór Alfreðsson leikstýrði og ljósmyndaði. Undir öllu saman ómar svo hátíðleg, afslöppuð og örlítið hægari útgáfa af stefinu, sem Pálmi Ragnar Ásgeirsson útsetti sérstaklega fyrir jólaefnið.