ÓB bauð upp á „úrslitaleik“ meðan strákarnir okkar spiluðu á HM í handbolta, sem við unnum með Dacoda. Um sex þúsund manns giskuðu á úrslit í leikjum Íslands, og þótt markatölur í handbolta séu talsvert erfið stærð að giska á náðu samt 57 þátttakendur að giska á réttar lokatölur í leik. Við fengum Björgvin Pál Gústafsson til að draga út nafn sigurvegara í beinni á Bylgjunni, en sá vann 350.000 kr. eldsneytisúttekt. Sá heppni reyndist vera skytta úr Olísdeildinni sem Björgvin hefur oft þurft að verjast í vetur.
Til að auka á spennuna rifjaði ÓB einnig upp gamla takta og lét „strákana stjórna afslættinum“ eftir tvo af sex leikjum okkar á mótinu, en slíkt var fastur liður í stemningu kringum stórmót á árunum 2012–2017. Afslátturinn réðist að þessu sinni af markatölu Íslands og varð 38 kr. eftir Suður-Kóreuleikinn og 41 króna eftir Brasilíuleikinn. Það mun vera afsláttarmet.