07/07/2022

LBHÍ – Hugsaðu stórt

Þegar umsóknarfrestur háskólanna rennur út á vorin er oftar en ekki handagangur í öskjunni. Við höfum aðstoðað Landbúnaðarháskólann undanfarin vor við að minna á sig en fram að þessu höfum við einblínt á að kynna námið, námsleiðirnar og skólann sjálfan. Að þessu sinni vildum við leggja áherslu á möguleikana sem fylgja námi við LBHÍ og opna augu fólks fyrir fjölbreytileika náttúrunnar, umhverfisvitund, hátækni og nýsköpun.

Álfheiður Marta leikstýrði auglýsingunni og Norður framleiddi. Þá var ljósmyndahlutinn í höndum Yael Bar Cohen sérlega veglegur og þannig birtist ljósmynd úr herferðinni á vef Vogue sem telst harla sjaldgæft þegar tilefnið er umsóknarfrestur fyrir landbúnaðarháskóla.