Ostóber er genginn í garð, mánuðurinn þar sem MS gerir ostunum sínum sérstaklega hátt undir höfði með nýjum og spennandi ostum í bland við þessa gömlu góðu. Domino’s hefur um árabil verið einhver mest áberandi þátttakandinn í Ostóber, en á hverju ári eru kynntar til sögunnar tvær nýjar sælkerapizzur með sérvöldum eðalostum frá MS. Í ár eru það Blámi og Mexíkóveisla, með gómsætum gráðaosti annars vegar og bragðmiklum mexíkóosti hins vegar – ostar sem alla jafna eru ekki á matseðlinum hjá Domino’s.
Venju samkvæmt útbjuggum við markaðsefni fyrir Domino’s til að kynna Ostóberpizzurnar fyrir landsmönnum. Karl Petersson ljósmyndaði og tók stutt myndbönd, en öll önnur framleiðsla var í okkar höndum.