Fjölmiðlanotkun á Íslandi er síbreytileg. Við hjá Pipar\MEDIA fylgjumst náið með henni, því til að hámarka árangur markaðsstarfs er lykilatriði að vita hvernig er best að ná til fólks á hverjum tíma.
Samkvæmt fjölmiðlarannsóknum Gallup hefur Rás 2 tekið fram úr Bylgjunni í daglegri hlustun í mínútum talið, bæði hjá 12 – 80 ára og í aldurshópnum 12 – 34 ára. Þá heldur vöxtur hlaðvarps áfram milli ára samkvæmt NLG.
Niðurstöður samfélagsmiðlamælingar Gallup benda til þess að eldri kynslóðin noti í auknum mæli Instagram, Snapchat og YouTube en að yngri kynslóðin noti Twitter og TikTok meira en áður. Facebook er þó enn langmest notaði samfélagsmiðillinn.