Morgunfundir Pipars\TBWA og The Engine
Húsfyllir varð á síðasta morgunfundi okkar 19. mars en sá fundur fjallaði um B2B.
Næsti morgunfundur hjá okkur ber yfirskriftina TRAVEL morgunfundur Pipars\TBWA og The Engine og verður haldinn 15. apríl kl. 10–11:30. Honum er ætlað að gefa innsýn í hvernig stór alþjóðleg ferðaþjónustufyrirtæki plana herferðir sínar með hjálp gagna og hvað íslensk fyrirtæki geta lært af þeim. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og verður auglýstur innan tíðar.
Kynnt verður einnig hvernig gögn um hegðun og bókunarferla hjálpa til við ákvarðanir og hvernig ný tækni breytir landslaginu í markaðssetningu á ferðaþjónustu.
Enn fremur verður sagt frá PR verkefni #100StoriesFromIceland, þar sem The Engine Nordic og Pipar\TBWA í samstarfi við Íslandsstofu bjóða litlum ferðaþjónustufyrirtækjum frítt PR og dreifingu. Ísland er ennþá eitt öruggasta land í heim til að heimsækja og ferðaþjónustan sameinast í að segja 100 sögur frá Íslandi.