LANDRIS

morgunfundur
um málefni ferðaþjónustunnar

Stríð, verðbólga og eldgos. Hvað eru gögnin að segja okkur um bókunarhegðun þetta árið í ferðaþjónustu? Hvernig er best að skipuleggja herferðir í takt við breytt landslag?

Vegna fjölda áhugasamra verður viðburðurinn í streymi á hlekknum hér: STREYMI

Vegna smæðar Íslands er nauðsynlegt að horfa út fyrir landsteinana og læra af alþjóðlegum verkefnum og herferðum. Íslenskur markaður hefur þó sína sérstöðu sem býður upp á einstök tækifæri í alþjóðlegum samstarfsverkefnum en jafnframt spilar inn í þessa sérstöðu hversu stutt er orðið milli hugmyndar og framkvæmdar. Það ríkir óvissa með margt; eldgos, stríð, háir vextir og verðbólga. Brýn nauðsyn er á góðri og snjallri markaðssetningu á íslenskri ferðaþjónustu sem nýtir þessa óvissu sem tækifæri.

Við byrjum daginn á erindi um það hvernig íslensk ferðaþjónustufyrirtæki geta lært af alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Þessi morgunfundur gefur tækifæri til að læra beint af þeim sem hafa staðið í því að plana, smíða og framkvæmda flóknar markaðsherferðir á alþjóðavettvangi á óvissutímum. Jafnframt að sjá hvernig gögn um hegðun og bókunarferla hjálpa til við ákvarðanir og hvernig ný tækni breytir landslaginu í markaðssetningu á ferðaþjónustu. Þetta á við bæði um lítil og stór fyrirtæki og eru tækifærin ótalmörg.

100 sögur frá Íslandi: Kynning á metnaðarfullu verkefni Pipar\Engine í samvinnu við Íslandsstofu fyrir ferðaþjónustu á Íslandi.

Við kynnum metnaðarfullt átaks-verkefni, 100 sögur frá Íslandi, þar sem Pipar\Engine í samstarfi við Íslandsstofu bjóða minni ferðaþjónustufyrirtækjum fría efnisdreifingu og ráðgjöf. Leggjumst öll á eitt og segjum okkar sögu, að Ísland sé besta land í heimi til að heimsækja og allt sé opið. Sameiginlegt átak þar sem ferðaþjónustan sameinast í að segja 100 sögur frá Íslandi!

Sjáumst hress í Kaaber húsinu, mánudaginn 15. apríl kl 10:00.

Staðsetning

Pipar\TBWA Guðrúnartún 8, 105 RVK.
Mánudaginn 15. apríl kl. 10:00 – 11:30

Dagskrá

10:00 Markaðssetning ferðaþjónustu á óvissutímum: Ný og áhugaverð gögn um bókunarhegðun
10:40 #100StoriesFromIceland PR
11:00-11:20 Spurningar og umræður

Kaffi og léttar veitingar

Viðburðurinn er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.

Skrá mig

Fyrirlesarar

Hreggviður St. Magnússon leiðtogi í stafrænni markaðssetningu hjá Pipar\ENGINE

Hreggviður Steinar Magnússon

Hreggviður er framkvæmdastjóri The Engine Nordic og situr í framkvæmdastjórn Pipar\TBWA stofunnar. Hreggviður hefur 15+ ára reynslu af markaðsmálum með ferðaþjónustu og hefur unnið með stórum jafnt sem litlum ferðaþjónustuaðilum. Uppbygging á stafrænni stefnu, stafrænum herferðum og notkun gagna við ákvörðunartöku er á meðal verkefna sem hann hefur unnið ásamt notkun á efnismarkaðssetningu og ePR á stafrænum miðlum.

Kristján Már Hauksson

Kristján þarf vart að kynna en hann er stofnandi The Engine Nordic og hefur dýrmæta reynslu af markaðsmálum og þá sérstaklega í ferðaþjónustu. Hefur meðal annars unnið með Visit Sweden, Destination Canada og nú síðast með Expedia við uppbyggingu stafrænnar markaðssetningu og strategíu. Kristján hefur gefið út tvær bækur um leitarvélamarkaðssetningu á alþjóðavísu, verið eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum um víða veröld og komið að stofnun stafrænna auglýsingastofa í sex löndum.

kristjan mar

Skrá mig á
morgunfund


    Sláðu inn þennan kóða: captcha