Nýir kraftar hafa slegist í hópinn hjá okkur hér á Pipar\TBWA að undanförnu. Frá vinstri á myndinni má sjá Ásgeir Tómasson, hreyfigrafíker, hann byrjaði að vinna hjá okkur síðasta sumar. Alma Guðmundsdóttir er næst, hún hóf störf í janúar og tekur við stjórnartaumum í fjármálunum. Kristinn Óli Haraldsson mætti til starfa núna í febrúar, hann leggur hönd á plóg í texta- og hugmyndadeild. Johanne Turk er frönsk, sérfræðingur í leitarvélabestun. Johanne kom til okkar á haustmánuðum. Við bjóðum þau öll hjartanlega velkomin.
PiparTBWA
Auglýsingastofa
Guðrúnartún 8
105 Reykjavík
Sími 510 9000
pipar@pipar-tbwa.is
Fylgdu okkur