Árangursdrifin markaðssetning

Árangursdrifin markaðssetning er íslenska heitið á Performance Marketing.Þarna liggur fegurðin í stafrænni markaðssetningu, því undirstöðurnar eru mælingar og greiningar sem eru drifkrafturinn.

Árangursdrifin markaðssetning

Segja má að árangursdrifin markaðssetning sé regnhlífarhugtak fyrir allt það sem við gerum í stafrænni markaðssetningu því snertifletirnir eru svo margir, leitarvélabestun, leitarvélamarkaðssetning, póstlistamarkaðssetning og samfélagsmiðlar svo dæmi sé nefnd.
Það má skipta árangursdrifinni markaðssetningu í þrjá hluta:

Til þess að við getum unnið með gögnin þín er mikilvægt að allt sé rétt upp sett. Við verðum þér innan handar við að fara í gegnum gögnin þín og skilja hismið frá kjarnanum. Sérfræðingar okkar búa yfir áratugareynslu í að vinna með Google Analytics og Google Tag Manager.

Mælingar og skilgreining lykilmælikvarða eru hjarta hverrar herferðar þegar kemur að vefauglýsingum. Mælingarnar veita okkur innsýn í hvernig notendurnir nota vefinn eða appið og með tímanum öðlumst við skilning á því hvernig við getum betur mætt þörfum viðskiptavina okkar.