Leitarvélamarkaðssetning

Markaðssetning á leitarvélum (Search Engine Marketing skammstafað SEM) er sá hluti stafrænnar markaðssetningar sem snýr að auknum sýnileika í niðurstöðum á leitarvélum. Þetta eru kostaðar leitarniðurstöður og viðskiptamódelið gengur út á að borgað er fyrir smellinn (PPC eða Pay Per Click).

Með markaðssetningu á leitarvélum er átt við að auglýsendur skapi og stýri því að auglýsing frá þeim birtist í leitarniðurstöðum leitarvélar þegar ákveðin leitarorð eru slegin inn. Pipar\ENGINE er leiðandi stafræn markaðsstofa á heimsvísu þegar kemur að leitarvélamarkaðssetningu. Við höfum reynslu af stjórn auglýsingaherferða sem spanna miðla eins og:

  • Google auglýsingar (Google Ads)
  • Microsoft auglýsingar (Microsoft Advertising)
  • Yandex auglýsingar (Yandex Direct)

Auglýsingaherferðir af þessum toga eru árangursrík leið til að ná til markhópsins, því á bak við hverja leitarfyrirspurn er einbeitt eftirspurn. Þitt vörumerki er þá tilbúið með framboðið til að mæta þeirri eftirspurn.

Áratugareynsla Pipar\ENGINE af því að skapa og stýra fjölþættum auglýsingaherferðum á mörgum tungumálum á leitarvélum hefur nýst stórum fjölþjóðlegum fyrirtækjum og opinberum aðilum, en ekki síður minni fyrirtækjum og skapað þeim sess á leitarvélunum.

Leitarvélamarkaðssetning

Pipar\ENGINE hefur aðstoðað fyrirtæki við að hámarka nýtingu auglýsingafjár með því að samnýta tækni og mannlega eiginleika. Sérfræðingar okkar eru vottaðir og þeir setja saman áætlanir, stýra þeim og hrinda í framkvæmd. Skýr markmið eru sett með bæði sveigjanleika og skilvirkni í huga. Við störfum við þetta af ástríðu, við sýnum frumkvæði. Við viljum hámarka fjárfestingu þína í leitarvélamarkaðssetningu og skilum þér betri innsýn til þess að þú getir náð betri árangri. Það má nefnilega ekki gleyma því að leitarvélamarkaðssetning er fyrir fólk, ekki fyrir leitarvélar. Það er alltaf fólk sem notar leitarvélina til að finna það sem það leitar að. Finnur það þig?

Stöðumat

Stöðumat á markaðssetningu á leitarvélum er byrjunarreiturinn, því þaðan er hægt að greina tækifæri og sjá hvar hægt er að gera betur. Stöðumat fyrir kostaðar leitarniðurstöður ætti að gera reglulega, til að endurmeta og nýta í framhaldinu auglýsingafjármagnið sem best. Með stöðumatinu eru lykilmælikvarðar (KPI eða Key Performance Indicators) og gæðaviðmið (QA Quality Assurance) metnir ásamt uppbyggingu herferðanna þinna, alltaf með það í huga að skila þér sem bestum árangri.

Samkeppnisgreining

Hvað eru samkeppnisaðilarnir að gera? Þegar verið er að móta stafræna stefnu er algengt að gerð sé samkeppnisgreining en svo er látið hjá líða að endurmeta hana. Aðlögun og bestun á þínum herferðum að teknu tilliti til breytinga á markaðnum skilar þér, þegar upp er staðið, betri árangri.

Vefverslunarherferðir

Hjá Pipar\ENGINE beitum við ýmiss konar aðferðafræði við uppsetningu herferða. Við hópum saman auglýsingum eftir þema og tilgangi þeirra og það köllum við klasa. Klasinn hefur þannig áhrif á hvernig fjármagni er úthlutað, á boðið eða það sem við erum tilbúin til að borga fyrir smellinn, á skýrslugerðina og sjálfvirkni og á árangurinn. Árangur er breytilegur eftir því hvar notandinn er staddur gagnvart ákvarðanatöku um kaup, þess vegna ætti aldrei að nota bara eina aðferð, því það er ekki til ein stærð sem passar öllum. Þegar við skipuleggjum herferðir fyrir kaupferli, þá tölum við um trektina (Funnel). Þannig aðstoðum við fyrirtæki að setja upp auglýsingaherferðir fyrir vefverslanir. Helst af öllu viljum við láta væntanlegum viðskiptavinum í té ítarlegar upplýsingar um vöruna áður en hann smellir á auglýsinguna.

Markmiðasetning og lykilmælikvarðar

Hjá Pipar\ENGINE mælum við og byggjum upp þekkingu og reynslu með markmiðum sem hafa tilgang og skilgreinum lykilmælikvarða (KPI’s). Byggt á þínum gögnum leiðum við þig áfram í markmiðasetningunni með SMART markmiðum, þar sem SMART stendur fyrir:

  • Sértæk (Specific)
  • Mælanleg (Measureable)
  • Framkvæmanleg (Achievable)
  • Viðeigandi (Relevant)
  • Tímasett (Time-bound)

Við vinnum með tvenns konar lykilmælikvarða (KPI’s), annars vegar fjárhagslegan ávinning með tekjuöflun og hins vegar mælikvarða sem gefa vísbendingar um mikilvægi (relevancy) og árangur (effectiveness). Við leiðum þig í gegnum ferlið til þess að þú getir sett viðmið fyrir þann árangur sem þú vilt ná.

Þessu tengt:

Leitarvélabestun Mælingar og greiningar