Mælingar og greiningar

Við stafræna markaðssetningu á öllum miðlum eru mælingar og greiningar mikilvægasti þátturinn. Við byggjum á greiningu gagnanna, í því er fegurðin fólgin, því með réttri uppsetningu mælikvarða og greiningu á gögnunum er hægt að bregðast fljótt við og gera breytingar til að leiða okkur að markmiðinu sem við viljum ná.

Sérfræðingar Pipar\ENGINE fara yfir uppsetninguna með þér til þess að tryggja gæði gagnanna og til að auka nákvæmni þeirra mælinga sem við lesum úr. Við búum yfir áratugareynslu í að vinna með greiningartól eins og Google Analytics og Google Tag Manager, hvort heldur í uppsetningu þeirra eða stýringu.

Mælingar og greiningar gagna eru hjartað og sálin í öllu sem við hjá Pipar\ENGINE gerum og ætti sömuleiðis að vera það fyrir öll vörumerki í stafrænni markaðssetningu. Með því móti getum við betur skilið hvað ber að varast og hvað það er sem skilar góðri umferð inn á vefina okkar. Í stafrænni markaðssetningu verður skilgreining lykilmælikvarða fyrir hverja auglýsingaherferð að vera í fyrirrúmi.

Í samvinnu við viðskiptavini okkar vinnum við að viðskiptalegum markmiðum til að tryggja áþreifanlegan og mælanlegan árangur með markaðsaðgerðum og tækni. Við mælum allt sem við höfum aðgang að og vinnum með þér greiningar til að umbreyta innihaldi gagnanna í markaðsaðgerðir. Við nýtum tæknina og greiningartól til þess að skilja hegðun notenda á vefnum, eða notendur í appi ef því er að skipta.

Við getum aðstoðað þig við uppsetningu greiningartóla, skilgreiningar lykilmælikvarða og leitt þig í gegnum þýðingu gagnanna sem unnið er með.

 

Google Analytics

Með GA (Google Analytics) greiningartólinu og réttri uppsetningu þess kemstu nær viðskiptavinum þínum og þeirra þörfum. Við vinnum með þér og finnum hvað eru mælanleg markmið sem þú vilt að þínir viðskiptavinir nái með notkun vefs eða apps. Með skilningi á því hvað er mikilvægt fyrir þín viðskipti getum við sett upp í Google Analytics mælaborð og mælikvarða sem veita þér yfirsýn yfir hvernig viðskiptin ganga fyrir sig.

Meðal þess sem við bjóðum upp á er:

  • Google Analytics stöðumat
  • KPI vinnustofa þar sem lykilmælikvarðar eru skilgreindir
  • Úttekt vefs (Website Audit)

 

Google Tag Management

Ertu að setja upp nýjan vef eða app? Við mælum með því að þú setjir upp GTM (Google Tag Manager) því það er greiningartólið. Við aðstoðum þig við að setja upp þær greiningar sem henta þínu vörumerki og hvað það er sem þú vilt rekja í hegðun og notkun þinna viðskiptavina.

Við getum unnið þetta fyrir þig eða unnið þetta með þér og þá til þess að dýpka skilning þinn á Google Tag Manager. Með því móti finnum við fleiri tækifæri til stafrænnar markaðssetningar og endurmiðunarherferða fyrir þína viðskiptavini. Upphafsstaðurinn er þó alltaf stöðumat, nokkurs konar heilsufarsskoðun, sem við viljum fara með þér í gegnum áður en við leggjum í þessa vegferð.

 

Sérhæfðar greiningar fyrir fyrirtækjamarkað

Viltu auka fyrirspurnir á fyrirtækjamarkaði og færa söluteyminu þínu betri upplýsingar um mögulega viðskiptavini? Með þeim lausnum sem við höfum bestað fyrir fyrirtækjamarkað í rúman áratug eykur þú samkeppnisforskot þitt. Gagnagreiningarnar sem við notum eru aðeins í boði fyrir okkar viðskiptavini og rétt uppsetning greininga fyrir fyrirtækjamarkað er forsenda þess að ná árangri.