Stafræn stefnumótun
Stafræn stefna og mótun stafrænnar stefnu fyrir vörumerki er grunnurinn sem við hjá Pipar\TBWA og Pipar\ENGINE leitumst við að byggja allar aðrar stafrænar markaðsaðgerðir á.
Hjá Pipar\TBWA höfum við notað Disruption® til stefnumótunar fyrir vörumerki um allan heim og erum komin með góða innsýn og reynslu til þess að þú náir samkeppnisforskoti. Þessi verkfæri hafa ekki aðeins verið notuð til að auka vitund vörumerkja eða auka sölu á vörum og þjónustu, heldur höfum við líka reynslu af því að nýta aðferðafræðina til að miðla hugmyndafræði. Þannig hefur náðst jákvæður árangur í félagslegum og jafnvel pólitískum tilgangi, með því að marka heildstæða stefnu með skýr markmið.
Við byggjum stafræna stefnu á gögnum. Mælikvarðar til að ná árangri eru skilgreindir og greiningarvinna fer fram bæði í upphafi og jafnt og þétt til þess að ná að fylgja eftir markmiðunum og vera viss um að við stefnum í rétta átt. Sérfræðingar okkar hjá Pipar\ENGINE mæla og pæla alla daga til þess að vera viss um að verið sé að framfylgja þeirri stefnu sem sett hefur verið. Þannig vinnum við að árangursdrifinni markaðssetningu fyrir vörumerkið þitt og getum brugðist við hratt og örugglega, leiðrétt stefnuna og haldið siglingunni áfram.
Stafræn stefna (Digital Strategy) þarf að ná utan um snertifleti vörumerkisins við viðskiptavini og þá ólíku miðla sem stafræna umhverfið býður upp á. Stefna fyrir vefinn, fyrir appið, fyrir leitarvélabestun og markaðssetningu á internetinu eins og kostaðar leitarniðurstöður eða auglýsingar á samfélagsmiðlum, allt eru þetta veigamiklir þættir í mörkun og staðfærslu vörumerkisins.
Vefstefna
Við mótun vefstefnu þarf að hafa í huga á hverju stafræn stefna byggir. Vefurinn er hjartað og vettvangurinn þar sem vörumerkið mætir viðskiptavinum, bæði núverandi viðskiptavinum og tilvonandi, en ekki síður innri viðskiptavinum og starfsfólki.
Vefstefnumótun er ferli sem farið er í gegnum þar sem þarf að taka mikilvægar ákvarðanir og því er stuðningur stjórnenda lykilatriði. Mótun vefstefnu tekur m.a. á:
Vefstefna þarf að innihalda sýn og mörkun vörumerkisins, gera ráð fyrir skipulagsbreytingum og nýsköpun þegar framboð breytist á vörum og þjónustu. Ábyrgð og hlutverk þurfa að vera skýr, sem og markmiðin um hvert skuli stefna og þar skilgreinum við lykilmælikvarðana.
Samfélagsmiðlastefna
Fyrir hvert vörumerki er mikilvægt að móta og fylgja eftir samfélagsmiðlastefnu. Áttu að hoppa á alla vagna sem fara framhjá og samræmist það þínu vörumerki að vera sýnilegt á öllum nýjum samfélagsmiðlum?
Byggt á þeim gögnum og markmiðum sem við setjum hverju vörumerki til þess að ná árangri, þá þarf að móta stefnu fyrir samfélagsmiðla og ákveða hvern þeirra þitt vörumerki á erindi við. Það gerum við með því að svara spurningum eins og:
- Er markhópurinn á samfélagsmiðlinum?
- Hæfir samfélagsmiðillinn vörumerkinu?
Fyrir hvern samfélagsmiðil fyrir sig þarf svo að móta stefnu þar sem kemur fram hvaða viðskiptum þú vilt ná, hver markmiðin séu (aukin vitund, aukin virkni, aukin sala) og hvaða mælikvarða eigi að nota til að meta árangurinn. Að auki þarf að vera í samfélagsmiðlastefnunni tíðni um virkni og skýr ábyrgð, ekki hvað síst þegar kemur að svörun. Að vanrækja svörun á einum af samfélagsmiðlunum í flórunni getur skaðað vörumerkið og þá er betur heima setið en af stað farið.
Afkastageta getur þannig ráðið úrslitum í ákvarðanatöku um þátttöku og virkni á samfélagsmiðli, en þá er gott að eiga hauk í horni. Við hjá Pipar\ENGINE bjóðum þjónustu okkar, þér til ráðstöfunar og með Pipar\TBWA getum við skapað fyrir þig stefnu og efni fyrir samfélagsmiðla. Hafðu samband og fáðu ráðgjafa okkar í lið með þér.