Sjúkást er forvarnarátak á vegum Stígamóta um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna. Markmið átaksins er að ungmenni þekki lykilhugtök á borð við mörk og samþykki og geti greint muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum. Pipar hefur fylgt verkefninu frá upphafi og er þetta 6. árið í röð sem við komum að hugmyndavinnu og uppsetningu.
Í fyrra snerist herferðin um þá nýopnað Sjúktspjall sem er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni þar sem þeim er boðið að ræða áhyggjur af samböndum sínum, samskiptum eða ofbeldi. Spjallið er fyrir ungmenni yngri en 20 ára af öllum kynjum og er opið þrjú kvöld í viku.
Í þetta skipti létum við reynslu síðasta árs tala sínu máli, byggðum á raunverulegum samtölum úr spjallinu og veltum upp svörum við spurningum í samvinnu við ungt fólki.