global search
14/07/2024

Stuttlisti Global Search Awards

The Engine, fyrirtækið okkar sem hefur með höndum stafræna markaðssetningu hér á Pipar\TBWA, heldur áfram að ná eftirtektarverðum árangri fyrir viðskiptavini sína. Nýlega var gert opinbert hvaða fyrirtæki lentu á stuttlista til að keppa um verðlaun í Global Search Awards fyrir besta notkun samfélagsmiðla í leitarherferðum. Það var árangur 18 herferða í 10 flokkum sem komu The Engine á stuttlistann þar. Það kemur svo í ljós 12. september nk. í Amsterdam hvernig endanleg uppskera verður.

The Engine starfar einnig í Ósló, Kaupmannahöfn og nú síðast í Helsinki í nánum tengslum við TBWA-stofuna þar. Herferðirnar sem komust á stuttlistann eru fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, dagvöruverslun og norska leikfangaverslun, auk ODIN sem á möguleika á verðlaunum fyrir bestu notkun á gervigreind fyrir gögn.