Í bílaheiminum verða fréttirnar vart stærri en þegar nýr Toyota Land Cruiser er kynntur til sögunnar. Í byrjun mars fengu Íslendingar að sjá Land Cruiser 250 í fyrsta skipti hjá Toyota í Kauptúni en bíllinn er væntanlegur á göturnar á árinu.
Auk þess að búa til auglýsingaefni fyrir sýninguna féll það í okkar hendur að búa til sögusýningu Toyota Land Cruiser frá árinu 1951 til dagsins í dag. Margt hefur breyst á þessum tíma, margar kynslóðir hafa tekið við af þeim fyrri sem allar voru framúrskarandi nýjungar síns tíma. Sýningin var opnuð á forsýningardaginn og stóð uppi í marsmánuði, vel varðveitt eintök af týpum fortíðarinnar voru til sýnis ásamt ágripi af sögunni og umfjöllum um hverja kynslóð.