Almannatengsl

Almannatengsl eru vítt hugtak sem margir þættir við kynningu á vöru, fyrirtæki eða viðburði falla undir, en liggja utan hinnar eiginlegu auglýsingagerðar.

Almannatengsl

Með almannatengslum er átt við það að skipuleggja umfjöllun í fjölmiðlum, koma sér á framfæri, komast í viðtöl, skrifa fréttatilkynningar, koma þeim í réttar hendur, dreifa þeim á netinu o.s.frv. Við þekkjum fjölmiðlana út og inn og erum þaulvön að sjá um alla þessa þætti.

Almannatengsl sem eru faglega unnin byggja á stefnumótun og skipulagningu þar sem í forgrunni þurfa að vera skýr skilaboð um vörumerkið og allt kynningaefni þarf að haldast í hendur og segja þannig sömu söguna. Til að vekja áhuga og forvitni þarf að gera nýjungar spennandi, það er í það minnsta okkar reynsla.

Hjá Ceedr höfum við einnig sérhæft okkur í stafrænum almannatengslumeða ePR, því almannatengsl þarfnast uppbyggingar og trausts, þau eru ekki bara verkfæri sem þarf að grípa til við krísustjórnun.