Tölum saman
Samskipta- og almannatengslateymi PiparsTBWA.
Góð og árangursrík samskipti við almenning er mikilvægur hlekkur í árangri fyrirtækja. Þar skipta almannatengsl og samskipti meðal annars á samfélagsmiðlum sköpum.
Almannatengsl og samskipti við almenning sem eru faglega unnin byggja á stefnumótun og skipulagningu þar sem í forgrunni þurfa að vera skýr skilaboð um vörumerkið og allt kynningaefni þarf að haldast í hendur og segja þannig sömu söguna. Til að vekja áhuga og forvitni þarf að gera nýjungar spennandi, það er í það minnsta okkar reynsla.
Meðal þess sem fellur undir samskipti og almannatengsl er skipulögð umfjöllun í fjölmiðlum og á eigin miðlum fyrirtækja, koma sér á framfæri, komast í viðtöl, skrifa fréttatilkynningar, samskipti við almenning í gegnum samfélagsmiðla, fjölmiðlaþjálfun og stjórnendaráðgjöf.
Við þekkjum fjölmiðla og samfélagsmiðla út og inn og eru þaulvön að sjá um alla þessa þætti samskipta. Hvort heldur sem er að koma efni á framfæri við fjölmiðla eða framleiða efni fyrir samfélagsmiðla. Teymið okkar er fremst á sínu sviði og þaulvant að sinna samskiptum og almannatengslum fyrir viðskiptavini. Við þarfagreinum og komum með raunhæfar tillögur sem þjóna markmiðum viðskiptavina.
Hjá
Ceedr höfum við einnig sérhæft okkur í
stafrænum almannatengslum eða ePR, því almannatengsl þarfnast uppbyggingar og trausts, þau eru ekki bara verkfæri sem þarf að grípa til við krísustjórnun.