Hugmyndir

Góðar hugmyndir eru grunnurinn sem öll markaðssetning stendur á. Góð hugmynd þarf að vera sniðug og eftirtektarverð en um leið verður hugmyndin að vera viðeigandi fyrir vörumerkið og í samræmi við þau markmið sem lagt er upp með.

Góðar hugmyndir  

Góð hugmynd gerir það að verkum vörumerkið er gætt lífi og nær augum og eyrum markhópsins.

Hjá Pipar\TBWA starfa reynslumiklir hugmyndasmiðir samhliða yngri og ferskari kröftum. Á sinn hátt erum við þó öll hugmyndasmiðir því hugmynd getur kviknað hvar sem er á stofunni. Bestu hugmyndirnar verða svo að veruleika með samvinnu margra aðila.

Hvernig verða hugmyndir til?

Innblástur fyrir hugmyndir getur komið úr mörgum áttum og þar kemur sköpunarkrafturinn sterkur inn. Í skapandi starfsumhverfi eins og á auglýsingastofu getur innblásturinn leynst víða en það er þó hvergi nærri takmarkað við vinnuumhverfið. Hversdagslífið og þær áskoranir sem við mætum þar geta líka leitt af sér áhugaverðar hugmyndir fyrir auglýsingar um vörur og þjónustu.

Sköpunarkraftur byggir á frjóu ímyndunarafli og liðsmenn okkar búa svo sannarlega yfir því.