Markaðsráðgjöf
Við hjá Pipar\TBWA vinnum við markaðsráðgjöf, bæði það sem kallað hefur verið hefðbundin markaðsráðgjöf auk þess sem við sérhæfum okkur í stafrænni markaðsráðgjöf með Ceedr.
Þannig veitum við viðskiptavinum okkar heildstæða þjónustu, því óháð því á hvaða miðlum verið er að vinna þá starfa hjá okkur reynsluboltar í markaðsráðgjöf.
Við markaðsráðgjöf störfum við náið með viðskiptavinum okkar að þeim markmiðum sem við setjum fyrir vörumerkin. Þannig byggjum við upp langtímasamband og traust og höfum í gegnum tíðina gengið með fjölmörgum vörumerkjum í gegnum þróun, sameiningar, nýsköpun og breytingar. Þú getur treyst því að í okkar höndum finnum við leið vörumerkisins til þess að koma réttu skilaboðunum til skila, til núverandi og væntanlegra viðskiptavina.
Markaðsráðgjafar
Markaðsráðgjafar okkar hafa áralanga reynslu af ráðgjöf til viðskiptavina á sviði markaðsmála og búa yfir fjölbreyttri þekkingu á auglýsingamarkaði sem viðskiptavinir geta leitað í.
Markaðsráðgjafar okkar eru jafnframt tengiliðir við viðskiptavini, bera ábyrgð á verkefnum þeirra og fylgja þeim eftir í öllu framleiðsluferli til að tryggja að markmið og tímasetningar standist. Við leggjum upp með að vinna í nánu samstarfi með viðskiptavini og sinna verkefnum af dugnaði og heilindum.
Markaðsráðgjafar okkar mynda oft sterkt teymi með markaðsstjóra eða markaðsdeild viðskiptavina.