Hagkaup

Ánægja allan hringinn

Undanfarið höfum við unnið að því að uppfæra allt markaðsefni Hagkaups, sem birtst hefur í öllum miðlum síðustu vikur og mánuði. Nýja markaðsefnið einkennist af léttleika, gleði, fallegum litum og notalegum samverustundum með fjölskyldunni – því í Hagkaup snýst allt um að gera vel við sig og sína. Svo hnýtum við slaufu á allt hreyfða efnið með því að snúa myndavélinni heilan hring í kringum aðstæðurnar og fylgjast með fólkinu ofan frá í lokin.
 
Nýja markaðsefnið er framleitt í góðri samvinnu við Atla Þór Alfreðsson, leikstjóra og ljósmyndara, og Skjáskot sem annast allar kvikmyndatökur. Sigrún Ásta Jörgensen og Helena Jónsdóttir hafa skipt með sér búningum og förðun, en leikmunir hafa verið í höndum Aniku Laufeyjar Baldursdóttur annars vegar og Örnu Engilbertsdóttur hins vegar.
800 100

heilsidur1920x1080 100