Pizza Hut

Ástin er alls staðar

Ný herferð Pizza Hut gengur út á ástina og birtingarmynd hennar. Áður hafði verið farið í útlitsbreytingar á öllu efni og veitingastöðum fyrirtækisins sem gaf upptaktinn fyrir framleiðsluna.

Guðný Rós Þórhallsdóttir leikstýrði leikna hlutanum ásamt því að koma að handritavinnunni, en SKOT Productions framleiddi. Berhard Kristinn tók ljósmyndir, Daníel Ágúst Haraldsson ljáði rödd sína og restin var í okkar höndum, vefborðar, hreyfigrafík, útvarpsauglýsingar, samfélagsmiðlaefni og fleira. Útkoman er auglýsingasería þvert á alla miðla, brosandi björt og fögur.