Domino’s

Dr. Football pizzan

Eftir margra mánaða þróunar- og undirbúningsvinnu er Dr. Football pizzan komin á matseðilinn á Domino’s. Pizzan er með pepperoni og tvöföldum lauk, sem mun vera „miklu meira en áður hefur þekkst,“ eins og Dr. Football sjálfur, einn af 30 vinsælustu hlaðvarpsstjórnendum landsins (og markþjálfi), orðar það.
Pizzan markar endurkomu venjulega lauksins í áleggsborðið á Domino’s og verður á matseðlinum út nóvember.

Til að segja frá þessum tímamótum framleiddum við kvikmyndaðar auglýsingar þar sem Dr. Football fer á kostum, auk þess sem við útbjuggum markaðsefni fyrir samfélagsmiðla, útimiðla og útvarp.