Þjóðkirkjan

Ég trúi á minn hátt

Um þessar mundir eru 18 mánuðir síðan samstarfið hófst og þar með hið umfangsmikla verkefni að búa til nýja ásýnd Þjóðkirkju Íslands. Eftir stefnumótunarvinnu héldum við af stað með mörkunarvinnuna hér á Pipar í samstarfi við dótturfyrirtæki okkar í Noregi, Scandinavian Design Group. Úr stefnumótuninni tókum við með okkur lykilsetninguna „Ég trúi á minn hátt“ sem reyndist okkar vegvísir í gegnum allt ferlið. Þannig vill kirkjan benda á að hin kristnu gildi séu í raun og veru þau gildi sem við öll lifum eftir, burtséð frá trú okkar og skoðunum.

Verkið er margþætt. Nýtt merki og ný vefsíða með tilheyrandi skrásetningu og upplýsingaveitu eru mest áberandi en nýtt allsherjarútlit, samhæft markaðsefni, innri markaðssetning og ýmislegt fleira komu saman í eina heild og bjuggu til hina nýju ímynd.

Á vefsíðu Þjóðkirkjunnar gefst fólki kostur á að raða saman sínum gildum og búa til sína eigin útgáfu af krossi kirkjunnar þar sem hvert og eitt myndmerki stendur fyrir ákveðið gildi. Þá er hægt að fá ýmsar upplýsingar tengdar krossinum, bera sig saman við aðra þátttakendur og skoða tölfræði. Kynningarherferðin fyrir allt þetta fór af stað sama dag og nýja efnið var kynnt til leiks og þá fengum við þjóðþekkta einstaklinga til þess að búa til sinn eigin kross og tala um sín eigin gildi. Útkomuna birtum við á öllum helstu miðlum.

Stærstur hluti verksins var unninn af PiparTBWA og Scandinavian Design Group en þó sóttum við ýmsa vinnu til annarra. Þannig leikstýrði Jóhann Máni Jóhannsson sjónvarpsauglýsingum og tók ljósmyndir af viðmælendum, Einar Aðalsteinsson forritaði hina gagnvirku krossagerð, Audioland sá um hljóðvinnslu, Bernhard Kristinn tók ljósmyndir fyrir vefinn, Reykjavík Digital forritaði vefsíðuna og Elín Edda Þorsteinsdóttir bjó til myndmerkin fyrir gildin.

Gildin 20
Gildin 21
A
macbook
07 thjokirkjan Binder 02 Standard Mockup
08 thjodkirkjan Stationery Mockup 3