LBHÍ

Ekki sækja um

Á vordögum hvatti Landbúnaðarháskóli Íslands fólk eindregið til þess að sækja ekki um vist í skólanum. Þetta kann að skjóta skökku við og vitanlega er ekki öll sagan sögð.

Til þess að höfða til væntanlegra nemenda skoraði skólinn á fólk sem virkilega telur sig hafa erindi í námið að skrá sig — að vel skoðuðu máli. Þannig vorum við hin beðin um að sleppa því að skrá okkur væri meiningin og löngunin ekki til staðar.

Með þessu vildi skólinn beina sjónum sínum að fólkinu sem raunverulega hefur áhuga á náminu og málefninu. Fólki sem finnur köllun, forvitni og eldmóð fyrir viðfangsefnum náttúrunnar, landbúnaðarins, umhverfisstjórnunar og tengdra greina.

Tjörvi Jónsson framleiddi myndefnið og Kristinn Óli Haraldsson (Króli) las inn á auglýsingarnar.