Sjóvá og Samgöngustofa

Ekki taka skjáhættuna

Vegfarendur á leið til vinnu, skóla og annarra verka að morgni miðvikudagsins 6. nóvember tóku eftir „brotnum“ ljósaskiltum og strætóskýlum borgarinnar. Þessi viðburður var hluti af herferð sem við unnum með Samgöngustofu og Sjóvá og ber nafnið EKKI TAKA SKJÁHÆTTUNA.
 
Framtakið miðar að því að minnka notkun snjallsíma í umferðinni og er samvinnuverkefni framkvæmdaaðilanna og fyrirtækja sem lögðu til auglýsingar sínar til „eyðileggingar“: Domino‘s  –  Done  –  Elko  –  Fjallakofinn  –  Garðheimar  –  Góa  –  Hljóðlausnir  –  Lavashow  –  Lestrarbókin  –  Síminn  –  Stólpi Gámar.
umhverfismidlar buzz