sjukast 2021 pipar.is–adal 1

Stígamót

Er þetta Sjúkást?

Fjórða árið í röð réðumst við í vitundarátak fyrir Stígamót en Sjúkást hefur vaxið og dafnað frá árinu 2018. Að þessu sinni kviknaði hugmynd þegar Unnsteinn Manuel flutti lagið Er þetta ást? í Tónatali RÚV en lagið var upphaflega flutt af Páli Óskari. Við fengum áhrifamikið fólk úr mörgum kimum þjóðfélagsins til þess að velta fyrir sér aðstæðum sem upp koma í samböndum og viðbrögðum okkar við þessum aðstæðum. Við það sköpuðust hárbeittar umræður, hvað er ást og hvað ekki?

Avista uppfærði vefinn www.sjukast.is í aðdraganda verkefnisins en sá vefur hýsir til að mynda Sambandspróf Stígamóta sem var fókuspunktur herferðarinnar: https://sjukast.is/sambandsprof/

Við viljum koma þökkum á framfæri til höfunda lags og texta, fólksins fyrir framan linsuna, Írisar Daggar Einarsdóttur sem tók ljósmyndirnar og allra sem að verkinu komu.

Herferðin var tilnefnd til Lúðursins 2021 bæði í flokki herferða og kvikmyndaðra auglýsinga í almannaheillaflokki.

Símtæki.
3 plaköt.
Myndir fyrir samfélagsmiðla.
Myndir í símum.