Fastus

Fastus lausnir

Fastus ehf. hefur um langt árabil flutt inn og selt hágæðavörur, tæki og búnað fyrir fyrirtæki og fagaðila í hótel- og veitingageiranum, allt frá hnífapörum til innréttinga. Fastus hefur alla tíð lagt áherslu á að vinna með þeim bestu og til marks um það er fyrirtækið aðalstyrktaraðili alþjóðlegu kokkakeppninnar Bocuse d’Or á Íslandi og er æfingaeldhús kokkalandsliðsins staðsett í höfuðstöðvum þess, á Höfðabakka 7 í Reykjavík. Þessi hluti fyrirtækisins nefnist Fastus lausnir, en önnur meginstoð þess er síðan Fastus heilsa, sem selur vörur, tæki og búnað fyrir heilbrigðisgerirann.
 
Síðla árs 2025 unnum við ímyndarefni fyrir Fastus lausnir. Kvikmyndaðar auglýsingar voru framleiddar í góðu samstarfi við Skjáskot. Snorri okkar Sturluson leikstýrði, Davíð Goði var á myndavélinni og Bernhard Kristinn tók ljósmyndir.