Domino’s

Kosið um kvöldmatinn

Fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember var, eins og svo oft áður, fjallað um þann hluta kjósenda sem ákveður sig ekki fyrr en í kjörklefann er komið. Stundum er amast við þessu athæfi, en kosningar eru leynilegar og það er einkamál hvers og eins hvernig hann háttar sinni ákvarðanatöku. Domino’s var bæði ljúft og skylt að minna kjósendur á það, með lítilli herferð sem birt var á kjördag og dagana fyrir. Skilaboðin voru einföld: Það er allt í lagi að ákveða sig í kjörklefanum – og sækja svo bara á leiðinni heim. Þannig getur hver og einn ráðið því algjörlega sjálfur hvað kemur upp úr kössunum.