kennara

Kennarasamband íslands

Mótum framtíðina saman

Samband okkar við Kennarasamband Íslands hófst í kjarabaráttunni 2024, þar sem við aðstoðuðum við PR og samfélagsmiðla og framleiddum auglýsingaherferð. Þar var áhersla lögð á tölulegar staðreyndir varðandi hátt hlutfall ófaglærðra við kennslu og mikla starfsmannaveltu sem því fylgir – og mikilvægi þess að tryggja börnunum okkar fagmennsku og stöðugleika.
Í nýrri herferð KÍ 2025 er sleginn nýr og bjartsýnni tónn, enda mikill hugur í félagsfólki að byggja upp sterkara menntakerfi með fagmennsku og stöðugleika að leiðarljósi. Góð menntun er lykillinn að tækifærum framtíðar og það er á ábyrgð okkar allra, kennara, foreldra, ríkis og sveitarfélaga að móta framtíðina – börnin okkar – saman!
Kvikmyndaðar auglýsingar voru framleiddar af Atlavík, Helgi Jóhannsson og Hörður Sveinsson leikstýrðu og Hörður sá einnig um ljósmyndun.
motum portrait

billboard 2
buzz 2
baeklingur