Hagkaup

Þæginda-
hringurinn

Ný snyrtivöruherferð Hagkaups leit dagsins ljós í öllum miðlum í síðustu viku. Þar er sjónum beint að því hvernig við notum öll mismunandi snyrtivörur á ólíkum tímum dagsins, frá morgni til kvölds – og fyrir svefninn. Þær eru hluti af daglegu lífi okkar allan sólarhringinn, af því þær láta okkur líða betur. Þær eru hluti af hringrás hvers einasta dags, hluti af vellíðan okkar allra. Þannig eiga þær ríkan þátt í að skapa þægindahring hvers og eins.

Reynir Lyngdal leikstýrði kvikmynduðu auglýsingunni, sem framleidd er af Republik. Tonie Zetterström smíðaði leikmyndina, Stefán Finnbogason sá um leikmunina, Atli Þór Alfreðsson tók ljósmyndirnar og Pálmi Ragnar Ásgeirsson samdi tónlistina. Listræn stjórnun herferðarinnar var í höndum Pipars\TBWA.

portrait 2