Apotekarinn vid
07/03/2025

Við mælum með þér

Við mælum með þér er forvarnarherferð fyrir Apótekarann sem hvetur fólk til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Í þeim efnum skiptir máli að vera vakandi fyrir eigin líðan og láta fylgjast með sér, t.d. með því að koma í mælingar sem geta gefið býsna glöggar vísbendingar um ástand heilsunnar. Aðalatriðið er að vita – og vita sem allra fyrst – áður en það verður of seint.

Norður framleiddi, Álfheiður Marta Kjartansdóttir leikstýrði og um hljóðblöndun og tónlist sá Nicolas Liebling. Efnið var síðan útfært fyrir alla miðla. Ljósmyndari var Anna Maggý Grímsdóttir.