Íslenskt lambakjöt

Íslenskt lambakjöt

Íslenskt lambakjöt

Náttúrulega ljúffengt

Það hefur ekki þurft að kynna lambakjöt mikið fyrir Íslendingum síðustu 1100 ár eða svo. En núna er lambakjötsneysla Íslendinga að minnka jafnt og þétt, sérstaklega hjá yngra fólki. Við fengum það skemmtilega verkefni á dögunum að ýta úr vör nýrri herferð fyrir innanlandsmarkað sem markaðsstofa lambakjöts (Icelandic Lamb) og Landssamtök sauðfjárbænda standa að sameiginlega. Við hófum leika á nokkrum almennum skilaboðum um náttúruleg gæði þessarar einstöku vöru, en settum svo allt í botn á þakkargjörðardaginn, þar sem Íslendingar voru hvattir til að íslenska þessa ágætu hefð, njóta góðs matar með fjölskyldunni, þakka það sem þakka ber – og um leið lambakjötinu fyrir samfylgdina og allar góðu stundirnar allt frá landnámi. Við endurtókum svo leikinn á fullveldisdaginn, 1. des. – en hvenær er meira viðeigandi að borða okkar þjóðlega og hátíðlega mat.

Lambasteik.

Auglýsingaherferð fyrir íslenskt lambakjöt
Auglýsingaherferð fyrir íslenskt lambakjöt
Auglýsingaherferð fyrir íslenskt lambakjöt
Auglýsingaherferð fyrir íslenskt lambakjöt
Auglýsingaherferð fyrir íslenskt lambakjöt
Auglýsingaherferð fyrir íslenskt lambakjöt