Samgöngustofa

Það tekur bara 2 sekúndur …

Öryggisbeltanotkun á Íslandi hefur tekið dýfu undanfarin ár. Samgöngustofa vill að sjálfsögðu hvetja okkur öll til þess að spenna beltin og til þess að setja hlutina í samhengi vildum við sýna fram á hversu furðuleg ákvörðun það er í raun að sleppa jafn einfaldri og mikilvægri aðgerð.

Við létum fjóra landsþekkta Íslendinga þess vegna sleppa einhverju sem hægt hefði verið að gera á tveimur sekúndum og horfðum síðan á þau takast á við afleiðingarnar. Fyrsta birting herferðarinnar var framkvæmd gegnum Instagram-reikninga þessa fólks en það voru þau Anna Lára Orlowska, Anníe Mist, Flóni og Gunnar Nelson sem tóku slaginn með okkur. Allt var þetta kvikmyndað í samfélagsmiðlastíl og látið líta út fyrir að vera að gerast í dagsins önn og án handrits. Endaskilti og síðari birtingar létu síðan í ljós að svo var ekki. Bernhard Kristinn tók glæsilegar ljósmyndir af öllu saman sem settu kirsuberið ofan á kökuna.

Spennum beltin. Það bjargar mannslífum. Á www.2sek.is má skoða ótrúlegar staðreyndir um beltanotkun.

Auglýsingaherferð fyrir Samgöngustofu - Það tekur bara 2 sekúndur...
Auglýsingaherferð fyrir Samgöngustofu - Það tekur bara 2 sekúndur...
Auglýsingaherferð fyrir Samgöngustofu - Það tekur bara 2 sekúndur...