Merki, umbúðir og vefur
Hreppamjólk er framleidd á Fjölskyldubúinu Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Bændurnir þar eru stórhuga og framsæknir og vildu gjarna prófa að gefa neytendum kost á því að kaupa ferska, ófitusprengda gæðamjólk beint frá býli. Við fengum það ánægjulega verkefni að hanna vörumerki, umbúðir og vef fyrir Fjölskyldubúið. Fyrir áhugasama þá er Hreppamjólk seld í Krónunni í Lindum.