Auglýsingaherferð fyrir Stígamót 2019 - Sjúkást Sambandsrófið

Stígamót

Sjúkást sambands-rófið

Sjúkást er átak Stígamóta sem hófst í aðdraganda Valentínusardagsins á síðasta ári. Nýtt átak fór af stað nú í mars þar sem þemað var sambandsrófið. Átakinu var ætlað að vekja athygli á einkennum heilbrigðra, óheilbrigðra og ofbeldisfullra sambanda meðal ungmenna. Markmiðið er að koma í veg fyrir ofbeldi með fræðslu um heilbrigð samskipti og áherslu á virðingu í samböndum og að kenna ungu fólki að virða mörk – sín og annarra. Við fengum til liðs við okkur ungt fólk sem markhópurinn þekkir og gerð voru myndbönd fyrir samfélagsmiðla, veggspjöld voru hengd upp í skólum og félagsmiðstöðvum og póstkortum dreift meðal nemenda. Auk þess voru gerð sérstök gif fyrir Instagram story þar sem hægt var að heita því að virða mörk sín og annarra.

Ljósmyndari var Rut Sigurðardóttir.

Auglýsingaherferð fyrir Stígamót 2019 - Sjúkást Sambandsrófið
Auglýsingaherferð fyrir Stígamót 2019 - Sjúkást Sambandsrófið
Auglýsingaherferð fyrir Stígamót 2019 - Sjúkást Sambandsrófið
Auglýsingaherferð fyrir Stígamót 2019 - Sjúkást Sambandsrófið
Auglýsingaherferð fyrir Stígamót 2019 - Sjúkást Sambandsrófið