Sjóvá

Páll og Sjóva í 20 ár

Páll hefur verið í viðskiptum við Sjóvá síðan 2003. Það er engin lygi. Hann hefur fengið 17 endurgreiðslur úr Stofni á þessum 20 árum. Það er heldur engin lygi. Aðrar staðreyndir í auglýsingunum sem við gerðum með Sjóvá og frumsýndum í kringum Eurovision eru hins vegar færðar í stílinn.

Páll Óskar færði þessa hugmynd upp á nýtt stig með ótrúlegri útgeislun. Reynir Lyngdal leikstýrði, Republik Film Productions framleiddi með Hannes Friðbjarnarson fremstan í flokki og Sveinn Speight tók ljósmyndir eins og honum einum er lagið. Að auki setti Kristinn Gunnar Blöndal (KGB) fyrra Sjóvá-stef sitt í Pálslegri búning sem setti punktinn yfir i-ið.

palli heilsida

palli buzz