Bónusdeildin

Hver karfa telur

Bónus tók við kostun á úrvalsdeild KKÍ í körfubolta haustið 2024. Auk merkis, ásýndar og ýmiskonar efnis fyrir Bónusdeildina, gerðum við sjónvarpsauglýsingu þar sem við fengum nokkrar af stjörnum deildarinnar til að bregða á leik í ávaxta- og grænmetiskælinum – og á körfuboltavelli sem var útbúinn sérstaklega fyrir upptökurnar á lagernum í Bónus Miðhrauni. Í auglýsingunni birtist einnig kunnuglegt andlit Bónusstarfsmanns úr eldri auglýsingu, en hann er leikinn af Viktori Breka Auðunssyni.
Skjáskot framleiddi með okkur sjónvarpið en Heimir Bjarnason og Pétur Magnússon sáu um leikstjórn og upptökur.
sara ny